Erfðamengi (DNA) Spotify

fimmtudagur, 26. september 2019 07:00-08:15, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður

Erfðarmengi (DNA) Spotify

Ingibjörg Lilja ÞórmundsdóttirÞann 26. september ætlar Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir að heimsækja okkur og spjalla um reynslu sína hjá sænska stórfyrirtækinu Spotify. Ingibjörg starfaði hjá fyrirtækinu um 4 ára skeið eða frá 2014 til 2018 en Ingibjörg starfaði lengst sem aðstoðarmaður framvæmdarstjóra þróunar og hönnunarsviðs en hefur einnig unnið ótal verkefni sem verkefnastjóri á mannauðssviði. Ingibjörg flutti heim til Íslands haustið 2018 og hóf störf hjá íslenska sprotafyrirtækinu Taktikal sem sérhæfir sig í að framleiða virðisaukandi hugbúnað fyrir banka og tryggingarfyrtæki. Í dag sinnir Ingibjörg stefnumótun og mannauðsmálum hjá Taktikal. 

Ingibjörg ætlar að segja okkur frá gildum Spotify en Ingibjörg telur að gildi Spotify séu hornsteinn þess að byggja og viðhalda framúrskarandi kúltúr, nýsköpun og ástríðu starfsmanna til þess að skara framúr.

Ingibjörg ætlar að segja okkur frá því hvernig þessi gildi komu til, hvernig Spotify viðheldur þeim, sér til þess að þau vaxi með fyrirtækinu og séu höfð að leiðarljósi við ákvörðunartöku og við stafsmannaval.

Að lokum ætlar Ingibjörg að segja ykkur frá gildis vinnustofu sem hún hélt nýverið með núverandi vinnuveitenda. 

Hér er um að ræða nýja nálgun á mjög veigamikil atriði sem snerta öll fyrirtæki og stofnanir. Þetta verður létt og skemmtilegt, með nóg af myndefni og svo ættum við að hafa tíma fyrir smá spjall í lokin.