Framtíðarfræði - Hvað er það?

fimmtudagur, 14. nóvember 2019 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Karl Friðriksson
Eru breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og á vinnumarkaði? Hversu mikil eru áhrifin á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera? Með ofangreindar spurningar sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði og framlag greinarinnar varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar þ.e. mögulegar framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Gestur okkar er fimmtudaginn 14. nóvember er Karl Friðriksson. Hann er með M.Sc. gráðu í Hagfræði frá London University. Hann er með B.Sc. gráðu frá Bændaskólanum á Hvanneyri, búfræðikandidat og búfræðingur. Karl hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum bæði hérlendis og erlendis. Hann er vottaður sem alþjóðlegur verkefnisstjóri IIP og fagaðili við vöruþróun af bandarísku samtökunum Product Development & Management Association.