RC Straumur-Hafnarfjördur

Founded Thursday, June 5, 1997
Club 50916 - District 1360 - Charter number

10 ára saga Rótarýklúbbsins Straums í stiklum

Hátíðarfundur í tilefni 10 ára starfsafmælis 5. júní 2007

Aðdragandinn

Á vordögum 1997 var hafin vinna við að stofna nýjan Rótarýklúbb í Hafnarfirði. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hafði árið áður haldið upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Klúbburinn var orðinn mjög fjölmennur, fundartíminn í hádeginu hentaði ekki öllum, meðalaldur mjög hár og andstaða var við inntöku kvenna. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar tók að sér að vera móðurklúbbur hins nýja klúbbs. Gísli Jónsson félagi í Rkl. Hafnarfjarðar tók að sér undirbúningsvinnuna sem hann vann af mikilli ákefð og dugnaði. Aldrei stóð þó til að Gísli færðist yfir í nýja klúbbinn. Samkvæmt lögum yrði um blandaðan klúbb karla og kvenna að ræða. Alls gáfu 10 félagar í Rkl. Hafnarfjarðar vilyrði fyrir flutningi yfir í nýja klúbbinn.

Nýr klúbbur stofnaður

Stofnfundurinn var haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 5. júní 1997. Til fundarins boðuðu Jón Hákon Magnússon, formaður útbreiðslunefndar Rótarýumdæmisins á Íslandi og Gísli Jónsson, formaður undirbúningsnefndar Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Stofnfélagar voru 19, en aðeins fluttust 4 félagar milli klúbbanna.

„Stjórnarmyndunin“

Gengið var út frá því að ákveðin þekking færðist yfir í nýja klúbbinn með þeim félögum sem kæmu frá gamla klúbbnum. Sá reynslumesti hafði tekið að sér að vera fyrsti forseti klúbbsins, en hann hætti við þátttöku á síðustu stundu og þá  tilkynnti Gísli Jónsson að Óskar Valdimarsson myndi taka starfið að sér. Frá upphafi var rætt um að leggja áherslu á jafnrétti kynjanna í klúbbnum.

Fyrsta stjórnin

Aðalstjórn   Óskar Valdimarsson, forseti Valgerður Sigurðardóttir, varaforseti Guðmundur Ámundason, ritari Auður Kristinsdóttir, gjaldkeri Sigríður Sigurðardóttir, stallari Varastjórn   Ingimundur Einarsson, vararitari Gunnlaugur Harðarson, varagjaldkeri Birna Katrín Ragnarsdóttir, varastallari

Ákvarðanir á fyrstu fundum

Ákveðið var að þeir sem gerðust félagar í klúbbnum fyrir 1. okt. 1997 skyldu teljast stofnfélagar. Ákveðið var að hafa sumarlokun frá 3. júlí til 14. ágúst.  Það mætti mikilli mótspyrnu hjá skrifstofu umdæmisins. Var engu að síður gert í skjóli þess að klúbburinn væri ekki orðinn fullgildur klúbbur og heyrði því ekki undir lög RI.

Sumarlokanir

Sumarlokunin mæltist svo vel fyrir að tillaga kom fram árið eftir um að festa hana  í sessi.  Þetta var gert (ennþá í óþökk skrifstofunnar) og hefur haldist síðan. Nú hefur lögum RI verið breytt á þann veg að sumarlokanir eru heimilar.  Telja forsvarsmenn Straums að frumkvæði klúbbsins hafi þar ráðið miklu.

Fundartíminn

Fundartími eftir sumarfrí var á kvöldin í Hraunholti yfir veturinn og fram í júni 1998, en þá var ákveðið að prófa morgunfundi yfir sumarið og var fundað í Hafnarborg. Þegar kom að því að fara aftur yfir í kvöldfundina voru nokkrir sem óskuðu eftir því að við færum hvergi og héldum í morguntímann.  Atkvæðagreiðsla fór fram og var yfirgnæfandi meirihluti fyrir því að fara hvergi.  Hefur þetta haldist síðan.

Nafn klúbbsins

Nöfn klúbba á Íslandi voru með bæjarheitið eða borgarhlutann í nafninu, en erlendis er hins vegar algengt að klúbbarnir heiti sérnöfnum. Fram fór skrifleg skoðanakönnun meðal félagsmanna um nafn á klúbbnum og varð sérnafnið Straumur fyrir valinu. Skrifstofa umdæmisins taldi þetta nafn ekki standast lögin, jafnvel þó að nafnið yrði “Straumur Hafnarfirði” og bað okkur um að endurskoða nafngiftina. Ekki voru félagarnir tilbúnir til að gefast upp strax og ákveðið var að fara framhjá íslensku umdæmisskrifstofunni og hafa beint samband við höfuðstöðvar RI. Bréf var ritað til Rotary International 10. júlí 1997 þar sem óskað var samþykkis á nafninu: „Rótarýklúbburinn Straumur – Hafnarfjörður“ Í bréfinu segir: “The name “Stream” refers to a landmark within the town limits, but also indicates the positive streams that flow within Rotary” Svar barst fljótlega frá höfuðstöðvunum þar sem staðfest var að nafnið uppfyllti lög Rotary International. Ákveðið var því að halda sig við nafnið þrátt fyrir andmæli umdæmisskrifstofunnar Á umdæmisþingi á Egilsstöðum haustið 1997 tilkynntum við nafnið á klúbbnum. Í fyrstu sló þögn á hópinn, en síðan fór kurr um salinn. Í fundarhléi var mikið rætt um þetta “framtak” (eða frumhlaup) Hafnfirðinganna og forsetinn fékk nokkuð tiltal “undir fjögur”  Straumsfólkinu varð ekki haggað og næsti klúbbur sem stofnaður var heitir „Borgir“

Stofnfélagar

Um haustið voru félagar orðnir 26, 15 karlar og 11 konur (stofnfélagar) Af þessum hópi eru 11 ennþá félagar: Auður Kristinsdóttir Gísli R. Rafnsson Guðmundur Ámundason Jónas Guðlaugsson Kolbrún Jónsdóttir Óskar Valdimarsson Sigríður J. Jónsdóttir Steinunn M. Benediktsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Þórhallur Heimisson Örn Ólafsson

Árgjöldin

Ljóst var strax í upphafi að fjármálin yrðu erfið fyrstu árin hjá svona litlum klúbbi. Fullt árgjald var innheimt strax fyrsta árið, kr. 19.000 eins og í móðurklúbbnum. Yfir helmingur af þessari upphæð gengur að jafnaði til RI og íslenska umdæmisins. Samið var við umdæmisskrifstofuna á Íslandi um “byrjendaafslátt”. Dráttur varð á því að tilkynna klúbbinn til RI sem varð til þess að fyrsta starfsárið varð gjaldfrjálst.

Lögin þýdd

Laganefnd félagsins barðist kröftuglega fyrir því í nokkur ár að bæði stofnskrár og sérlög klúbba yrðu þýdd yfir á íslensku. Talið var ótækt að klúbbarnir þyrftu að búa við það að vinna eftir enskum lögum. Baráttan skilaði árangri, því nú liggur þessi þýðing fyrir.

Fullgildingarhátíðin

Hátíðin var haldin 25. apríl 1998 í Hraunholti og sóttu hana 95 manns. Margt góðra gesta, m.a. Birgir Ísleifur Gunnarsson þáverandi umdæmisstjóri og Ingvar Viktorsson þáverandi bæjarstjóri. Borðhaldið var allt hið glæsilegasta og margar ræður voru fluttar. Klúbbnum bárust við þetta tækifæri margar góðar gjafir og ungir hafnfirskir listamenn sáu um tónlistaratriði.

Merki klúbbsins

Ákveðið var strax á fyrstu fundum að láta hanna merki (logo) fyrir klúbbinn. Einn af stofnfélögunum, Þóra Dal Þorsteinsdóttir var grafískur hönnuður þannig að “hæg voru heimatökin” Þóra kom með tillögu sem allir voru strax sáttir við og tók hún að sér að útfæra hana. Merkið sýnir bæði upphafsstaf klúbbsins og þá hreyfingu sem felst í nafninu.

Starfsgreinaátök

Áfram hélt klúbburinn að gera umdæmisskrifstofunni lífið leitt. Í ársbyrjun 2000 var tekinn í nýr félagi með starfsheitið „Heimilisrekstur“ Þetta starfsheiti fannst ekki í neinum listum hjá Rótarýhreyfingunni og kallaði því fram viðbrögð hjá umdæmisskrifstofunni. Stjórn Straums var ákveðin í að bakka ekki í þessu máli og var það að lokum látið niður falla.

Mannúðarmálin

Straumur hefur stutt á hverju ári starf Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði. Hin síðari ár hefur jólafundur klúbbsins verið haldinn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hafa fulltrúar Rkl. Hafnarfjarðar mætt á þann fund ásamt fulltrúum mæðrastyrksnefndar, þar sem báðir klúbbarnir hafa afhent styrki sína.

Jafnréttishefð

Það hefur ávalt ríkt sterk jafnréttiskennd í Rótarýklúbbnum Straumi. Forsetar hafa verið karl og kona til skiptis öll þessi 10 ár sem liðin eru: Óskar Valdimarsson Valgerður Sigurðrdóttir Guðmundur Ámundason Katrín Óladóttir Örn Ólafsson Steinunn Benediktsdóttir Gísli R. Rafnsson Sigríður Kristjánsdóttir Júlíus Karlsson Sigrún Þorgrímsdóttir

Ferðir til útlanda

Klúbburinn hefur staðið fyrir tveimur ferðum til útlanda á þessum áratug sem liðinn er frá stofnun. Farið var ásamt móðurklúbbnum til Færeyja árið 1999. Þá fóru félagar úr Straumi til Kaupmannahafnar á haustdögum 2006. Báðar ferðirnar heppnuðust eins og best verður á kosið. Ekki verður látið þar við sitja .....

Ferðir innanlands

Gönguferðir hafa verið farnar í uppland bæjarins og í hraunin við Straum Þá hefur “Höll Sumarlandsins” verið heimsótt ................................... (ritskoðun)

Members

Active members 24
- Men 13
- Ladies 11
Paul Harris Fellow 1
Club guests 0
Honorary members 1
Other contacts 0

Address

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfjörður
Iceland

hfj-straumur@rotary.is

Contacts