Meginreglur erfða- og hjúskaparlaga - Rótarýfundur

fimmtudagur, 6. október 2022 07:00-08:00, Fríkirkjan - safnaðarheimili, Linnetsstíg 6, 220 Hafnarfirði, Ísland

Fundir eru fimmtudagsmorgna kl. 7-8. Engir fundir eru c.a. júní-ágúst


Fyrirlesari(ar):

Elín Sigrún Jónsdóttir

Vilt þú vita hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Hvaða reglur gilda og hverju er hægt að breyta?

Farið verður yfir meginreglur erfða- og hjúskaparlaga og leitast verður við að svara helstu spurningum sem vakna varðandi erfðamál og hvaða reglur gilda um erfðaskrár og kaupmála. Þá er fjallað um stöðu sambúðarfólks við fráfall maka og hverjir eru möguleikar varðandi erfðarétt.

Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður er stofnandi fyrirtækisins BÚUM VEL sem er sérhæfð lögfræðiþjónusta vegna búsetuskipta. Þá veitir hún viðskiptavinum stuðning og ráðgjöf við dánarbússkipti og ýmsa löggerninga á sviði erfðaréttar. Fyrirtækið veitir nýja tegund þjónustu á íslenskum fasteignamarkaði, það er ekki fasteingasala, heldur sérhæfð lögmanns og fjármálaþjónusta. Viðskiptavinir njóta aukinnar þjónustu við fasteignasölu, en greiða ekki aukalega fyrir þá þjónustu.

Elín Sigrún Jónsdóttir