Hún Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísis og forstjóri CEO-Huxun, verður fyrirlesari okkar en hún er nýtekin við sem formaður félagaþróunarnefndar Rótarýumdæmisins. Hún er spennt að heimsækja okkur og ætlar að deila af fjölbreyttri reynslu sinni úr atvinnulífinu og einnig að fjalla u ... Hún Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísis og forstjóri CEO-Huxun, verður fyrirlesari okkar en hún er nýtekin við sem formaður félagaþróunarnefndar Rótarýumdæmisins. Hún er spennt að heimsækja okkur og ætlar að deila af fjölbreyttri reynslu sinni úr atvinnulífinu og einnig að fjalla um átak í félagaþróun í Rótarý. Gunnhildur er fráfarandi forseti í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg og hefur verið rótarýfélagi síðan 2014. Fundarefnið er í umsjá félagaþróunarnefndar klúbbsins, þar sem Guðni Gíslason er formaður og með honum eru Vilmundur og Margrét Edda.
Á síðasta fundi starfsárs Rótarýklúbbsins Straums voru Hvatningarverðlaun klúbbsins afhent. Að þessu sinni var það Halldór Árni Sveinsson sem hlaut þau en Halldór Árni hefur um áratugaskeið tekið upp mikið af efni í Hafnarfirði sem er með í að varðveita sögu Hafnarfjarðar. Nýlega var stofnað sjálfs ... Á síðasta fundi starfsárs Rótarýklúbbsins Straums voru Hvatningarverðlaun klúbbsins afhent. Að þessu sinni var það Halldór Árni Sveinsson sem hlaut þau en Halldór Árni hefur um áratugaskeið tekið upp mikið af efni í Hafnarfirði sem er með í að varðveita sögu Hafnarfjarðar. Nýlega var stofnað sjálfseignarfélag til að flokka, skrá og færa allt efni yfir á stafrænt form og ánafnaði Halldór öllu sínu efni til sjálfseignarfélagsins. Mikil vinna er framundan en ætlunin er að almenningur fái aðgang að því að skoða þetta efni í framtíðinni. Telur klúbburinn að Halldór Árni sé mjög vel að þessum hvatningarverðlaunum kominn og óskar honum góðs gengis við starfið í framtíðinni.
Geir Oddsson verður fyrirlesari fundarins en hann er fastafulltrúi Þróunnarsamvinnustofnunar Utanríkisráðuneytis. Hann er nýkominn aftur til starfa á Íslandi en síðustu tvö ár var hann aðalræðismaður í Nuuk á Grænlandi. Mun hann fjalla um starf sitt þar og einnig segja frá Rótarýklúbbnum í Nuuk e ... Geir Oddsson verður fyrirlesari fundarins en hann er fastafulltrúi Þróunnarsamvinnustofnunar Utanríkisráðuneytis. Hann er nýkominn aftur til starfa á Íslandi en síðustu tvö ár var hann aðalræðismaður í Nuuk á Grænlandi. Mun hann fjalla um starf sitt þar og einnig segja frá Rótarýklúbbnum í Nuuk en hann var félagi í honum. Geir er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur.
Veturinn 2008 ákváðu klúbbfélagar í Rótarýklúbbnum Straumi-Hafnarfjörður að efna til...
Laugardaginn 10. júní 2023 tók Rótarýklúbburinn Straumur formlega að sér trjátæktun ...