Binding koltvíoxíðs í bergi með Carbfix aðferðinni
fimmtudagur, 17. nóvember 2022 07:00-08:00, Fríkirkjan - safnaðarheimili, Linnetsstíg 6, 220 Hafnarfirði, Ísland
Fundir eru fimmtudagsmorgna kl. 7-8. Engir fundir eru c.a. júní-ágúst
Fyrirlesari(ar): Sigurður
Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við HÍ
Carbfix-verkefnið hófst árið 2007 með það að markmiði að þróa leiðir til þess að fanga koltvíoxíð úr útblæstri orkuvera eða beint úr andrúmslofti og binda það í bergi, svokölluðu basalti, en Ísland er að mestu úr basalti. Rannsóknir og tilraunir hafa sýnt að þær aðferðir sem notaðar eru í verkefninu virka og eru nú bæði koltvíoxíð og brennisteinsvetni fönguð og steingerð við Hellisheiðarvirkjun. Þessi binding kolefnis í bergi er nú kölluð Carbfix aðferðin. Nýsköpunarfyrirtækið Carbfix var stofnað í lok árs 2019. Það er leitt af fyrrverandi Carbfix doktorsnemum og hefur tryggt fjármagn í fjölmörg Carbfix verkefni, það stærsta þeirri er í undirbúningi í Straumsvík. Það er því vel við hæfi að fjalla um Carbfix í Rótarýklúbbnum Straumi.
Sigurður Reynir Gíslason, https://www.sigurdur-gislason.com/ lauk doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum árið 1985 og starfar sem rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Hann er einn af stofnendum Carbfix verkefnisins og var formaður vísindaráðs þess frá 2007 til 2017. Árið 2018 hlaut hann „The C.C Patterson Award“ frá Jarðefnafræðisamtökum Bandaríkjanna fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði, sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Í ársbyrjun 2020 sæmdi forseti Íslands hann Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Sigurður Reynir Gíslason
Skráning
Skráningarfrestur er liðinn