Vorferð og stjórnarskipti

laugardagur, 25. maí 2019 17:30-23:00, Bílastæði við Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu, 220 Hafnarfirði
Við byrjum á að fara í rútuferð um Hafnarfjörð og nágrenni, jafnvel eitthvað út á Álftanes. Það verður Jónatan Garðarsson sem heldur um hljóðnemann og mun segja okkur frá ýmsu áhugaverðu sem ber fyrir augu okkar í þessari ferð sem er áætluð í um 1 og ½ tíma. Það eru fáir sem hafa jafn víðtæka þekkingu og Jónatan um Hafnarfjörð og nágrenni, hann er auk þess algjör Eurovision-sérfræðingur og skemmtilegur sögumaður.
 
Okkur verður síðan ekið í Skátalund, en það er skátaskálinn við Hvaleyrarvatn.
Þar verður örstuttur rótarýfundur þar sem að nýr forseti verður settur í embættið.
Grillvagninn mætir til okkar og grillar ofan í okkur alls kyns góðgæti en matseðillinn hljóðar einhvern veginn svona:
Heilgrillað Lambalæri og BBQ Gljáður Kjúklingur.
• Osta-Gratínkartöflur eða Bakaðar kartöflur.
• Ferskt salat m/Feta.
• Léttristað grænmeti.
• Maísbaunir.
• Hunangssinnepssósa.
• Rauðvíns og Bernaisesósa. 
 
Síðan tekur við skemmtun í boði okkar sjálfra.
Það verða Júlíus Karlsson og Guðmundur Ámundason sem verða skemmtistjórar kvöldsins.
 
Við leggjum af stað í rútuferðina kl. 17:30, lagt verður af stað frá bílastæðinu við Þjóðkirkjuna.
 
Í lok kvölds, kl. 23:00 kemur rútan svo upp að Hvaleyrarvatni og flytur okkur aftur í bæinn.
 
Verðið er kr. 6.500 pr mann og má leggja upphæðina inn á reiking 0545-26-1311 kt. 060166-5289 við skráningu í ferðina
 
Makar eru að sjálfsögðu velkomnir.
 
Fólk þarf að hafa með sér drykkjarföng kvöldsins að öðru leyti en að boðið verður upp á rautt og hvítt með matnum
 
Þátttöku þarf að tilkynna til Steinunnar Guðmundsdóttur, netfang: steinunngu@gmail.com ekki síðar en 15.maí.