Guðni
Sr. Einar Eyjólfsson, prestur í Fríkirkjunni hefur gengið til liðs við Rótarýklúbbinn Straum og var hann formlega tekinn inn í klúbbinn á fundi klúbbsins í morgun, 28. nóvember.
Einar kemur úr Rótarýklúbbnum Straumi en hann gekk til liðs við Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 16. október 1986, þá 29 ára gamall og var forseti hans 1996-1997. Hann var heiðraður fyrir störf sín fyrir klúbbinn með Paul Harris orðu 7. október 2006.
Einar er giftur Eddu Möller, félaga í Rótarýklúbbnum Straumi.
Er Einar boðinn velkominn í Straum.
Anna Rós Jóhannesdóttir, forseti Straums býður Einar velkominn.
Hjónin Edda og Einar ásamt Önnu Rós forseta