Heimsókn í Íslenska erfðagreiningu

þriðjudagur, 24. september 2019

Guðni

Það var tilbreyting frá morgunfundunum að heimsækja Íslenska erfðagreiningu í hádeginum sl. fimmtudag.
Prófessor Ingileif Jónsdóttir tók á móti okkur og sagði frá starfseminni á einstaklega lifandi og skemmtilegan hátt. Maður var farinn að halda að maður þekkti leyndardóma erfðafræðinnar. Fjölmargar spurningar vöknuði og var skemmtileg umræða og boðið var upp á veitingar.

Fengu klúbbfélagar og gestir svo að sjá hvar lífssýnin voru geymd, þar sem þjarkar sóttu þau í frostið. Miklar varúðarrástafanir eru gerðar til að tryggja öryggi lífsýnanna enda felast mikil verðmæti í því. Skemmtileg tilbreyting og fróðleg heimsókn.
Sjá fleiri myndir í Facebook hóp klúbbsins. Facebook