Fangelsismál á Íslandi

þriðjudagur, 8. október 2019

Júlíus Karlsson

Fundur 3.10.19 var með hefðbundnu sniði. Páll Winkel fangelismálastjóri var getur fundarins og fyrirlesari. Í kynningu hans kom fram að fyrir 15 árum voru fangelsismál í Íslandi í molum. Á árunum 2006 og 2007 þyngdust refsingar um 30% og fram til ársins 2013 höfðu refsingar lengst um 100% frá því sem áður var.
Páll Winkel fangelsismálastjóri hélt erindi

Á tímabili voru um 600 manns á boðunarlista sem er gífurlega mikið. Húsnæðismálin voru í miklum ólestri og þörf var á átaki í að laga til og byggja nýtt húsnæði með ný úrræði í huga og að breyta fangelsum sem fyrir voru til að takast á við breyttar aðferðir svo sem opin fangelsi eins og nú tíðkast. Þróun fangelsismála hefur verið í jákvæða átt og með tilkomu nýja fangelsins á Hólmsheiði hefur aðstaða færst til nútímans. Það er þó að mörgu að hyggja og margt sem þarfnast frekari endurbóta. Hafa þarf í huga að þeir sem leiðast út í afbrot fái faglega meðhöndlun strax í byrjun sem getur skipt sköpum fyrir eintaklinginn og hans framtíð. Aðspurður sagði Páll að 17 % fanga væru af erlendum uppruna og er það nokkuð í samræmi við fjölda erlendra íbúa landsins. Páll sagðist telja að eftir 50 – 100 ár yrðu ekki þörf á fangelsum og því væru miklar líkur á að síðasta fangelsið hefði nú verið byggt á Íslandi. Ánægjulegt varað enda á þessum jákvæðu nótum.

Á tímabili voru um 600 manns á boðunarlista sem er gífurlega mikið. Húsnæðismálin voru í miklum ólestri og þörf var á átaki í að laga til og byggja nýtt húsnæði með ný úrræði í huga og að breyta fangelsum sem fyrir voru til að takast á við breyttar aðferðir svo sem opin fangelsi eins og nú tíðkast. Þróun fangelsismála hefur verið í jákvæða átt og með tilkomu nýja fangelsins á Hólmsheiði hefur aðstaða færst til nútímans. Það er þó að mörgu að hyggja og margt sem þarfnast frekari endurbóta. Hafa þarf í huga að þeir sem leiðast út í afbrot fái faglega meðhöndlun strax í byrjun sem getur skipt sköpum fyrir eintaklinginn og hans framtíð. Aðspurður sagði Páll að 17 % fanga væru af erlendum uppruna og er það nokkuð í samræmi við fjölda erlendra íbúa landsins. Páll sagðist telja að eftir 50 – 100 ár yrðu ekki þörf á fangelsum og því væru miklar líkur á að síðasta fangelsið hefði nú verið byggt á Íslandi. Ánægjulegt varað enda á þessum jákvæðu nótum.