Buon Giorna Italia - Ferðasaga í mál og myndum

fimmtudagur, 10. október 2019

Júlíus Karlsson

Félagar í Rótarýklúbbnum Straumi fóru til Ítalíu 26 ágúst til 2 september 2019. Steinunn Benediktsdóttir klúbbfélagi og formaður skemmtinefndar lýsti ferðinni í máli og með myndum á fundi 10 október sl.

Steinunn sagði skemmtilega frá og rifjaði upp áhugverðar skoðunferðir um Torino og Mílanó. Gist var í Torino og borgin skoðuð hátt og lágt. Meðal annars voru líkklæði Krists skoðuð í líflegri leiðsögn ítalsks leiðsögumanns og kom yfir hópinn mikil helgi við það tækifæri, reyndar mismikil.  Eins dags ferð var farin til Milano og þrátt fyrir mikið úrhelli nutu ferðafélagar ferðarinnar mjög. Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci var skoðuð og dómkirkjan í Milano. Farið var í vínsmökkunarferð sem endaði í galadinner hjá Barolo í glæsilegum húsakynnum vínframleiðandans og fengu vínin góða einkunn.
Steinunn rifjaði upp matarmenningu Torinobúa og ferð til að skoða Lingotto bygginguna sem sumir lögð leið sína í. Margir skoðuðu Egypska safnið í Torino sem er stærsta safn sinnar tegundar utan Egyptalands. Hópurinn naut ferðarinnar og alls sem Ítalía hefur upp á að bjóða í mat og drykk og góðum félagsskap. Munum að hláturinn lengir lífið og létu ferðafélagarnir sitt ekki eftir liggja í skemmtilegum sögum. Frábær ferð og frábær frásögn hjá Steinunni.