Eyþór Eðvarðsson formaður Votlendissjóðs hélt kynningu á aðgerðum í loftlagsmálum hér á landi. Eyþór fjallið í máli sínu um framræst votlendi á Íslandi og gerði grein fyrir hvernig endurheimt votlendis gæti dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Framræst votlendi er skráð fyrir 66% af allri losun gróðurhúsalofttengnda hér á landi.
Eyþór sýndi meðal kort af svæðum þar sem votlendi hefur verið framræst. Með miklum ólíkindum er hversu víðfem framræst svæði eru en jafnframt tækifæri til að aðhafast og endurheimta votlendi til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Að sögn Eyþórs er hægt að kaupa svokölluð vottonn af sjóðnum á 5000 kr tonnið og er endurheimt í samræmi við það eða meira. Eyþór sagði frá nokkrum bændum sem hafa að eigin frumkvæði endurheimt votlendi á jörðum sínum af hugsjón og elju fyrir framtíðarkynslóðir. Hann nefndi nokkrar leiðir til að styðja við endurheimtuna t.d. Votlendissjóðinn, landeigendaleiðina og land í fóstur. Eyþóri finnst engan vegin nógu hratt ganga og segir að við höfum ekki mikinn tíma til stefnu. Bændur er hins vega rólegir að hans sögn og bíða eftir að fá greitt fyrir að moka ofan í skurðina. Við þökkum Eyþóri fyrir skörulega flutt erindi eins og hans er von og vísa.