Máttur hjartans - Guðni Gunnarsson

miðvikudagur, 15. janúar 2020

Júlíus Karlsson

 er tilgangurinn. Það er bara efinn sem stoppar okkur. Vilji er verknaður. Von er væl. 

Guðni byrjaði af krafti og vakti okkur frá hátíðarblundi með ferskri nálgun við lífið og tilveruna. Hann ögraði fundarmönnum með orðaleik og skemmtilegri tilvitnun í


nýja bók sína Máttur hjartans. Ef við getum ekki séð fyrir okkur þá getum við ekki séð fyrir okkur, sagði Guðni. Að vilja skiptir máli. Meðalmaður hafnar sjálfum sér 800 sinnum á dag ef hægt er að minnka það um helming næst mikill árangur hvað þá ef hægt er að eyða því. Elskaðu sjálfan þig sem mikilvægustu manneskjuna í þínu lífi. Það sem þú veitir athygli vex. Mesta velsæld sem Guðni hefur séð er að Íslandi en líka mesta vælið. Guðni bjó lengi í Bandarikjunum og hefur komið víða við og hefur verið óþreytandi að byggja fólk upp til að takast á við lífið og tilveruna. Guðni hefur aldrei séð fitandi mat en fullt af óhollri neyslu. Ákaflega frískandi fyrirlestur og uppbyggilegur fyrir nýja árið.