Fundir áfram á Teams

fimmtudagur, 28. janúar 2021

Guðni

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fundir klúbbsins verði áfram á Teams, a.m.k. fram í febrúar þegar von er á nýjum tilskipunum frá yfirvöldum um sóttvarnarreglur.

Slóð Teams fundanna eru birt með fundarboði í félagkerfinu og birtist undir DAGATAL á opnum vef en allir rótarýfélagar eru velkomnir að taka þátt.

Magnús Tumi Guðmundsson var fyrirlesari fundarins í morgun og fjallaði um eldgos og óróleikann á Reykjanesi. Mjög fróðlegt erindi.