Fyrsti fundur starfsársins var í morgun. Forseti kynnti áhersluatriði nýrrar stjórnar sem meðal annars ættu að sýna í auknum krafti í starfinu og örlítið meiri formfestu. Var m.a. óskað eftir því að nefndirnar sem bera ábyrgð á fundarefni, tilkynni stjórn með góðum fyrirvara um væntanlegan fyrirlesara. Allir fundir eru boðaðir sjálfvirkt í félagkerfi Rótarý og því mikilvægt að upplýsingar um fundi séu skráðar tímanlega.
Forseti tilkynnti jafnfram að hvern fund ætti að byrja með fjórprófinu og hljómaði það vel í morgun.
Minnti hann á nefndarskipan og dagsetningar funda sem nefndirnar bera ábyrgð á.
Gjaldkeri kynnti reikninga ársins sem um margt voru öðruvísi vegna breytinga á starfinu vegna Covid.