Eyrún Linnet er nýr félagi

fimmtudagur, 24. febrúar 2022

Guðni

Eyrún Linnet, rafveitustjóri hjá Rio Tinto á Íslandi, var tekinn inn sem nýr félagi í klúbbnum í upphafi fundar í morgun. Eyrún er 42 ára og jafnfram yngsti félaginn.
Eyrún hefur nokkur kynni af störfum Rótarý en hún var skiptinemi í Sviss á vegum Rótarý og fór út á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar þar sem afi hennar, Gísli Jónsson var félagi, en hann er jafnframt guðfaðir Rótarýklúbbsins Straums.
Eyrún er jafnframt sú fyrsta sem fær mynd af sér framan við nýja bakgrunn klúbbsins sem Guðni Gíslason hannaði og lét gera.
Við bjóðum Eyrúnu hjartanlega velkomna í klúbbinn.