Fish and Ships og Úkraína

fimmtudagur, 24. febrúar 2022

Guðni

Friðleifur Friðleifsson, forstöðumaður sölu á frystum fiski hjá Iceland Seafood International, var fyrirlesari á fundi okkar í morgun.  Fjallaði hann um áskoranir í fisksölu, fish and chips á Bretlandi en fram kom að sala á fish and chips efldist á tímum Covid enda brugust staðirnir við með lúgusölu og sölu í gegnum app. 



Fish and chips á uppruna sinn í Bretlandi upp úr 1860 og er notaður  sjófrystur þorskur eða ýsa og ekki síst frá Íslandi. Þá sagði hann frá miklum útflutningi á fiskafurðum til Úrkraníu í ljósi innrásar Rússa, bæði beint og óbeint í gegnum Litháen. Hér má sjá myndband frá Silpo Supermarket í Úkraínu sem er með sjávarafurða þemu: https://youtu.be/Dg46wmsI0qQ  Hér má sjá myndband frá Silpo Supermarket í Úkraínu sem er með „folk art“ þemu: https://youtu.be/wEFuGRT1RdY