Páll Daníelsson var formlega tekinn inn í Rótarýklúbbinn Straum 3. mars sl.
Páll hefur sl. 5 ár verið deildarstjóri Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar en hverfur brátt til starfa fyrir Reykjavíkurborg sem forstöðumaður íbúðakjarna fyrir geðfatlaða í Reykjavík.
Forseti klúbbsins upplýsti Pál um réttindi og skyldur sem fylgja því að vera rótarýfélagi og hengdi í hann rótarýmerki sem staðfestingu á að hann væri nú fullgildur félagi. Páll er yngsti félagi klúbbins, 38 ára, og var hann boðinn velkominn af félögum í klúbbnum.