Klúbburinn tekur í gagn Polaris

fimmtudagur, 14. apríl 2022

gg


Í lok maí munum við taka í notkun nýtt félagakerfi, Polaris, sem tekur við af sænska kerfinu ClubAdmin.
Mikil vinna liggur að baki innleiðingu á kerfinu en allt efni af gömlu síðunni er flutt í Polaris. Hefur innleiðingin verið gerð í samstarfi við sænsk rótarýumdæmi sem líka eru að skipta yfir í Polaris. Guðni Gíslason, vefstjóri íslenska umdæmisins, er tengiliður íslensku rótarýhreyfingarinnar við svissneska hönnuði kerfisins í samstarfi við Guðmund Þ. Egilsson, formann vefnefndar umdæmisins. Kerfið er byggt af rótarýfélögum, fyrir rótarýfélaga og er í eigu svissnesku/litháensku rótarýumdæmanna.
Mikill metnaður hefur verið settur í félagakerfið Polaris og er það í stöðugri þróun.
Fjölmargar nýjungar eru í kerfinu sem m.a. auðveldar samstarf við aðra klúbba, nefndir er hægt að setja upp, fréttabréf, póstlistar og hægt er að prenta út félagaskrá með myndum svo eitthvað sé nefnt.
Nú eru að hefjast námskeið fyrir vefstjóra klúbbanna og verðandi ritara sem munu bera ábyrgð á kynningu innan sinna klúbba og að setja upp síður eigin klúbbs og uppfæra.