Miklu rusli safnað á plokkdeginum

sunnudagur, 30. apríl 2023

Guðni

Félagar í Rótarýklúbbnum Straumi tóku þátt í Stóra plokkdeginum en Rótarý á Íslandi hefur gengið til liðs við verkefnið á landsvísu.

Hist var í miðbænum í Hafnarfirði kl. 10 og voru þátttakendur á öllum aldri. Með tínur og plastpoka var skipt liði og farið vítt um miðbæinn. Í fyrstu virtist lítið drasl að sjá en fljótlega kom í ljós að drasl leyndist víða. Mikið var um sígarettustubba og sælgætisbréf, ísdalla og skeiðar en einnig plastumbúir og jafnvel hlutar úr bílum.

Um tveimur tímum síðar hittist stærsti hluti af hópnum með afraksturinn, marga plastpoka og voru sumir ansi þungir.

Svo ákafir voru þátttakendur að fáar myndir voru teknar. Góð viðbrögð var hjá vegfarendum sem hrósuðu þátttakendum og var þetta örugglega hvatning til annara að þrífa í kringum hús sín.

Hluti hópsins með afraksturinn í lokin.