Góð mæting var á Stóra plokkdeginum þegar félagar í Rótarýklúbbmum Straumi, annað árið í röð hreinsuðu hluta af miðbæ Hafnarfjarðar. Íklædd nýjum vestum, vopnuð griptöngum, hönskum og plastpokum var farið um og allt rusl tínt upp.
Verstu staðirnir voru runnar og gjótur, ekki síst bak við gamla íþróttahús Lækjarskóla þar sem gríðarlegt rusl var af ýmsu tagi.
Fjölmargir plastpokar voru fylltir og í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verða þeir fjarlægðir og farið með í Sorpu.
Eftir um tveggja tíma hreinsun hittist hópurinn við safnaðarheimili Fríkirkjunnar þar sem lagt var af stað kl. 10 í morgun, og var boðið upp á kakómjólk og kex.
Umdæmisstjóri Ómar Bragi Stefánsson, heilsaði upp á okkur en hann kom suður frá Sauðarkróki í morgun til að taka þátt í átakinu.
Kærar þakkir öll sem lögðu lið og vonandi verðum við enn fleiri að ári en vonandi varðu minna rusl að tína upp enda ættu bæjarbúar að vera búnir að læra að ganga betur um.