Á síðasta fundi starfsárs Rótarýklúbbsins Straums voru Hvatningarverðlaun klúbbsins afhent.
Að þessu sinni var það Halldór Árni Sveinsson sem hlaut þau en Halldór Árni hefur um áratugaskeið tekið upp mikið af efni í Hafnarfirði sem er með í að varðveita sögu Hafnarfjarðar. Nýlega var stofnað sjálfseignarfélag til að flokka, skrá og færa allt efni yfir á stafrænt form og ánafnaði Halldór öllu sínu efni til sjálfseignarfélagsins.
Mikil vinna er framundan en ætlunin er að almenningur fái aðgang að því að skoða þetta efni í framtíðinni.
Telur klúbburinn að Halldór Árni sé mjög vel að þessum hvatningarverðlaunum kominn og óskar honum góðs gengis við starfið í framtíðinni.
Guðmundur Ámundason forseti, Halldór Árni Sveinsson og Þóroddur Skaptason, formaður verðlaunanefndar Straums.