Valgerður er nýjasti félaginn okkar

fimmtudagur, 19. september 2024

gg

Valgerður Halldórsdóttir var tekin formlega inn í Rótarýklúbbinn Straum en hún hafði komið sem gestur í nokkurn tíma.

Við hátíðlega athöfn las forseti upp þær skyldur sem lagðar eru á hana sem félaga og bauð fyrir hönd klúbbsins hana velkomna í hópinn.

Valgerður er fjölskyldu - og félagsráðgjafi MA og rekur fyrirækið Vensl ehf. sem heldur m.a. úti síðunni www.stjuptengsl.is

Fögnuðu félagar inngöngu hennar.

Anna Rós forseti Straums og Valgerður Halldórsdóttir

Valgerður fær afhent merki Rótarý