Hvatningarverðlaun Straums

fimmtudagur, 19. apríl 2018

gg

Veturinn 2008 ákváðu klúbbfélagar í Rótarýklúbbnum Straumi-Hafnarfjörður að efna til hvatningarverðlauna og skyldu hvatningarverðlaunin afhent þeim aðila eða aðilum, sem klúbbfélögum þættu hafa gengið skrefi framar en aðrir í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða í Hafnarfirði og vera öðrum fyrirmynd og hvatning. Markmið hvatningarverðlaunanna er bæði að benda á það sem vel er gert og að hvetja aðra til dáða, hvern á sínu svið eða sínum stað í mannlífinu. Hvatningarverðlaunin endurspegla þannig hugsjón Rótarý sem felst í fjórprófinu:  „Er það satt og rétt?  Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?“ Eftirtaldir hafa fengið Hvatningarverðlaun Straums:

  • 13. 2023: Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir, eigendur Von mathúss.
  • 12. 2022: Taktur, miðstöð Parkinsonsamtakanna
  • 11. 2018: Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur
  • 10. 2017: Haraldur Haraldsson, skólastjóri Lækjarskóla
  • 9. 2016: 
  • 8. 2015: Kristín María Indriðadóttir, verkefnastjóri Fjölgreinadeildar Lækjarskóla
  • 7. 2014: Foreldrafélagið Malaika
  • 6. 2013: Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar Bæjarhauni 2
  • 5. 2012: 
  • 4. 2011: 
  • 3. 2010: Björgunarsveit Hafnarfjarðar
  • 2. 2009: Karmelklaustrið
  • 1. 2008: Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar