Guðni
Laugardaginn 10. júní 2023 tók Rótarýklúbburinn Straumur formlega að sér trjátæktun á landnemaspildu í Langholti, skammt sunnan Hvaleyrarvatns. Var samningur gerður við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um landnemaspilduna.
Keyptar voru 98 plöntur af skógræktinni en verkefnið er styrkt af Verkefnasjóði Rótarý.
Hafist var handa kl. 10:30 í blíðskaparveðri. Rótarýfélagar hófu starfið með öflugu liði maka, barna og barnabarna og var öllum trjánum plantað. Alls 29 enduðu daginn með pylsuveislu í Skátalundi við Hvaleyrarvatn, örskammt frá skógræktarsvæðinu.
Stefnt er að því að gera skógræktardag að árlegum viðburði, okkur og fólkinu okkar till gleði og till gagns fyrir samfélagið. Hugmyndir að að gera þarna góða aðstöðu til útivistar, með stígum og bekkjum auk þess að merkja svæðið rótarýklúbbnum.
Upphaflega spildan var um 2,3 ha að stærð en verður að lágmarki 3,3 ha svo nóg verður að gera næstu ár.
Teikning af svæðinu yfir loftmynd frá Loftmyndum af vef Hafnarfjarðar. Vinnsla: Guðni