Heilsueflandi samfélag

fimmtudagur, 17. október 2019 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og örorku. Lýðheilsa felur í sér markvissar aðgerðir hins opinbera  og annarra sem mið að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði þjóða og þjóðfélagshópa. Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti Landlæknis vinnur að í samráði og samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. 


Gígja Gunnarsdóttir starfar sem  verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og hreyfingar hjá Embætti Landlæknis mun leiða okkur í allan sannleikan um innleiðingu verkefnisins á Íslandi. Gígja er með BSc í íþrótta- og heilsufræði og meistarapróf í lýðheilsufræði. Gígja hóf störf hjá Lýðheilsustöð 2005 og hef verið hjá embættinu síðan 2011 þegar að stofnanirnar sameinuðust. Starfaði áður m.a. sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og deildarstjóri íþrótta við Menntaskólann á Akureyri.