Alheimsþing Rótarý verður haldið dagana 6. - 10. júní næstkomandi í borginni Honolulu, höfuðborg Hawaii. Þingið er stærsti atburður Rótarý hreyfingarinnar á hverju ári. Í haust kom sú hugmynd upp í klúbbnum hvort ekki væri við hæfi að skoða möguleikann á því að félagar í klúbbnum tækju þátt í þessu þingi. Steinunn Benediktsdóttir félagi okkar og ferðafrömuður var fengin til þess að skoða þá kosti sem eru í boði. Við fyrstu frumathugun komu í ljós að a.m.k. fjórir kostir standa til boða og þ.m.t. að fara umhverfis jörðina (fyrst komið er til Hawaii!!). Steinunn mun kynna þessa kosti með sínu lagi næstkomandi fimmtudag og fá þannig fram áhuga í klúbbnum að ráðast í þetta ævintýri. Við búumst því við skemmtilegum og glaðlegum fundi. Eftir kynningu Steinunnar er ætlunin að fjalla um starfið framundan og kannski kemur grísinn við sögu.