Ágætu Rótarý félagar,
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka ykkur kærlega fyrir hið
liðna.
í byrjun nýs árs er ekki úr vegi að líta yfir farin veg og horfa til framtíðar. Guðni Gunnarsson, sem starfað hefur við hug- og heilsurækt í hartnær 40 ár gaf nú fyrir jólin út bókina Máttur hjartans. Í bókinni lýsir hann því hvernig hægt er að auka mátt hjartans og athygli með fullum krafti og móta áfram til velsældar og hamingju. Guðni verður gestur okkar á næsta fundi okkar á fimmtudaginn kemur þ. 9. janúar n.k. Guðni muni ekki einungis segja okkur frá efni bókarinnar heldur fjalla um hugmyndir sínar um heildræna þjálfun hugar og líkama og hvernig hægt sé að koma slíku vinnulagi á innan heilbrigðiskerfisins. Guðni hefur einnig til fjölda ára alið manninn í Bandaríkjunum og kynnst þar helstu straumum og stefnum um efnið. Hann mun því vafalaust segja okkur frá því sem þar er að gerast í þessu efni. Fundurinn verður því kraftmikil byrjun og veganesti inn í nýtt ár.