Næsta fimmtudag mun Bjarni Már Júlíusson, félagi okkar halda erindi undir yfirskriftinni "Til Parísar og til baka". Bjarni hefur marga fjöruna sopið þegar nýsköpun er annars vegar. Hann mun kynna okkur fyrir ýmis konar pælingum sem tengjast fjórðu og kannski fimmtu iðnbyltingunni. Hvernig verður t.d. hægt að skjótast til Akureyrar eða kannski til Parísar og til baka á nokkrum mínútum. Við eigum því von á kynningu á ýmsu þar sem hugmyndafluginu verða líklega sett lítil mörk.