Skipulag og skjöl í ljósi persónuverndarlaga

fimmtudagur, 13. febrúar 2020 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður

Næsta fimmtudag mun Gunnhildur Manfreðsdóttir upplýsingafræðingur fjalla um starfsemi fyrirtækisins Ráðhildar en það veitir ráðgjöf um skipulag og skjöl í tengslum við meðhöndlun gagna m.a. í ljósi nýlegra laga um persónuvernd.  Gunnhildur er upplýsingafræðingur BA frá HÍ, Master Lib frá University of Wales. Hún hefur rekið fyrirtækið, Ráðhildur GM frá 2016 og unnið fyrir fjölda opinberra stofnana og fyrirtækja að uppbyggingu á stjórnkerfi gagna- og upplýsinga. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Gagnavörslunni /Azazo 2008-2016 og sem deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar hjá Landsvirkjun 1998-2008. Okkur mun því gefast gott tækifæri að fá gagnlegar upplýsingar um það hvernig best er að halda öllu til haga í upplýsingaóreiðu nútímans.