Ágætu Rótarý félagar,
Næstkomandi fimmtudag mun Dóra Svavarsdóttir, eigandi og matreiðslumeistari Culina koma og fjalla um matarsóun. Dóra hefur haldið haldið námskeiðin “Eldað úr öllu” í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvennfélagasamband Íslands með það markmið að minnka matarsóun. Þá hefur hún farið fyrir Íslands hönd á Terra Madre á vegum Slow Food samtakanna.
Við eigum von á kraftmikilli umfjöllun þar sem við þurfum væntanlega að horfast í auga við að breyta lífsháttum okkar. Rótaryfundur á fimmtudagsmorgni er góð byrjun á góðum degi.