Fundur í Sjálandi matur og veisla

fimmtudagur, 14. maí 2020 18:00-20:00, Sjáland maturog veisla Ránargrund 4 Garðabæ

Nú þegar von er um að við sjáum öll fram á bjartari tíma hefur stjórn klúbbsins tekið ákvörðun að boða til sumarhátíðar. Hátíðin verður haldin fimmtudaginn 14. maí næstkomandi í veitingahúsinu Sjáland/ matur og veisla við Ránargrund 4, Garðabæ. Við breytum út af venjunni og hefjum herlegheitin kl. 18.00 með fundi þar sem við munum fá kynningu frá Hönnu Björgu Hafþórsdóttir  verðandi skógfræðingi og mun hún fræða okkur um allt er varðar plöntun og umönnun trjágróðurs. Eftir kynninguna mun hún svara fyrirspurnum um efnið.  Að því loknu mun nýr forseti taka við keflinu og segja nokkur orð.

Frá kl. 19.00 munum við síðan njóta þeirra veitinga sem þessi glæsilegi veitingastaður hefur upp á að bjóða.  Klúbburinn greiðir fyrir aðalrétt fyrir klúbbfélaga og maka auk fordrykkja.

 

Vinsamlegast sendið upplýsingar um mætingu á fimmtudaginn fyrir kl. 19.00 á morgun.  Forseti hefur fengið upplýsingar um að veitingahúsið muni passa upp á að allar gildandi reglur Sóttvarnarlæknis og Almannavarna verði hafðar í heiðri