Fyrsti fundur starfsársins

fimmtudagur, 24. september 2020 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Fyrsti fundur starfsársins verður haldinn fimmtudaginn 24. sept. á okkar fundarstað að Norðubakka 1 og á okkar hefðbundna tíma kl 7 að morgni.

Vegna Covid-varna verður morgunverður ekki með hefðbundum hætti en allir fá þó eitthvað og vonandi verður góður skilningur á þessari tilhögun meðan verið er að finna út hvað hentar best. 

Það væri gott ef menn gætu látið vita ef þeir komast ekki því það þarf að útbúa fyrir hvern og einn. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir
Fyrirlesari á þessum fyrsta fundi okkar verður Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar.

Bryndís er mörgum að góðu kunn enda í forsvari fyrir stór samtök fólks sem berst fyrir réttindum sínum alla daga.
Hún ætlar þó að vera á persónulegu nótunum hjá okkur og ræða um þá lífsreynslu að eiga og ala upp tvær fatlaðar dætur sem nú eru orðnar ungar og sjálfstæðar konur.