Hvað með ruslið

fimmtudagur, 26. nóvember 2020 07:00-08:00, Fundir eru nú haldnir á netinu vegna reglna um almannavarnir.
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Resorce International verður næsti fyrirlesari hjá okkur og ætlar að segja aðeins frá hvernig úrgangsmálum er háttað, úrgangsþríhyrninginn, hvernig flokkun er í dag, helstu markmið og framtíðarsýn Íslands innan þessa málaflokks. 
Guðrún er umhverfisverkfræðingur og sérhæfði sig í afgangsauðlindum hjá DTU (Tækniháskólanum í Danmörku).
 
Guðrújn Fjóla Guðmundsdóttir
Hún starfar hjá ReSource Interantional ehf. sem er íslenskt verkfræðifyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisráðgjöf og umhverfismælingum.
Í starfi sínu fær hún allskonar verkefni, t.a.m. úrgangsflokkun, rannsóknarvinnu varðandi plastúrgang í malbiki,
og umhverfisráðgjöf til sveitarfélaga, einkafyrirtækja og opinberra stofnanna.

Tengill á fundinn:
Smelltu hér til að taka þátt í fundinum

Þessi fundur er í boði Laganefndar.