Á næsta fundi sem er netfundur verður Valgerður Hrund Skúladóttir gestur okkar og fyrirlesari.
Fyrirlesturinn nefnir hún „Með höfuðið í skýjunum“.
Valgerður Hrund er rafmagnsverkfræðingur /MBA og framkvæmdastjóri Sensa. Valgerður rataði inn í upplýsingatæknina fyrir algera tilviljun.
Hún starfaði í 8 ár hjá Tæknivali og stofnaði síðan Sensa með félögum sínum 2002. Það hefur nú verið selt.
Valgerður er fædd og uppalin í Vesturbænum en er nú komin eins langt frá honum og hægt er en þó innan Reykjavíkur ennþá.
Smelltu hér til að taka þátt