Næsta fimmtudag þann 15. apríl kl 7,00-8,00 verður næsti fundur okkar á netinu eins og venja er og verður í boði samfélagsnefndar klúbbsins en þar er Sigríður Kristjáns formaður og með henni í nefnd Sigríður Jústa.
Fyrirlesarinn Bjarnheiður Jóhannsdóttir býr á Jörva í Haukadal, og kemur að rekstri Eiríksstaða og Vínlanadsseturs í Dölum.
Hún er í grunninn hönnuður og nýsköpunarnörd.
Bjarnheiður er ættuð frá Hvammstanga og hefur starfað sem atvinnu- og jafnréttisráðgjafi víða um land og verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en er í dag í ferðaþjónustu og umboðsmaður á Eiríksstöðum.
Fyrirlesturinn nefnir hún: Hvernig njótum við tíundu aldarinnar á þeirri tuttugustu og fyrstu ?