Stóri plokkdagur Rótarý

sunnudagur, 28. apríl 2024 10:00-12:00, Fríkirkjan - safnaðarheimili, Linnetsstígur 6, Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, 220 Hafnarfirði, Ísland
Skipuleggjendur:
  • Guðmundur Ámundason

Mæting við safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl. 10:00 sunnudaginn 28. febrúar

Fólk er hvatt til þess að mæta klætt eftir veðri og í góðum skóm.

Um að gera að bjóða með sér fjölskyldunni til hjálpa til og læra að plokka. Hafnarfjarðarbær útvegar okkur poka og hanska en ekki víst að þeir passi fyrir yngstu kynslóðina.

Forseti mælir með að taka með sér plokktangir, sem fást t.d. í Bónus.

Við höfum fengið 30 gul vesti merkt Rotary sem við klæðum okkur í.

Á meðfylgjandi teikningu sýnir svæði sem Hafnarfjarðarbær bendir okkur á, en þau fara nokkru sinnum í viku allt árið að hreinsa hjá Firði og Strandgötuna ásamt Thorsplani og þennan aðal miðbæjarkjarna.

Við munum velja okkur verkefni utan við miðbæjarkjarnann. Við munum skipuleggja hvar við söfnum pokum saman svo Hafnarfjarðarbær geti sótt þá á mánudagsmorgun.

Fjarðarkaup gefur okkur kókómjólk og kex sem við ætlum að njóta í safnaðarheimilinu eftir vinnu dagsins.

Veðurspáin er góð þannig að um að gera að mæta með fjölskylduna og hreinsa til í fallega bænum okkar.


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn