Geta einstaklingar á leigumarkaði safnað fyrir íbúð?
fimmtudagur, 2. maí 2024 07:00-08:00, Fríkirkjan - safnaðarheimili, Linnetsstígur 6, Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, 220 Hafnarfirði, Ísland
Fundir eru fimmtudagsmorgna kl. 7-8. Engir fundir eru c.a. júní-ágúst
Fyrirlesari(ar): Már Wolfgang Mixa
Skipuleggjendur:
Már Wolfgang Mixa flytur fyrirkestur sem hann nefnir "Geta einstaklingar á leigumarkaði safnað fyrir íbúð"
Langflestir á íslenskum leigumarkaði vilja eignast sitt eigið húsnæði. Hlutfall fólks á leigumarkaði jókst mikið í kjölfar hrunsins og þrátt fyrir mikla aukningu kaupmáttar þá hefur hlutfall fólks á leigumarkaði haldist tiltölulega stöðugt frá árinu 2011.
Már Wolfgang Mixa og Kristín Erla Tryggvadóttir hafa dregið saman gögn sem rannsaka hvort fólk á leigumarkaði geti safnað fyrir útborgun á íbúð og hversu lengi slíkt tekur fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem geta það miðað við dæmigerð og grunn neysluviðmið. Sérstaklega er litið til þess hvort hlutdeildarlán skipti máli í þeim efnum og er farið yfir hvernig þróunin hefur verið á árunum 2011 til 2022.
Skráning
Skráningarfrestur er liðinn