Þróunarsamvinna ber ávöxt.

fimmtudagur, 7. nóvember 2019 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Jón Erling Jónasson
Undanfarið hefur átt sér vitundarvakning meðal íslenskra félagasamtaka í  alþjóðastarfi.  Þrátt fyrir ofgnótt neikvæðra frétta frá þróunarríkjum blasir við önnur mynd og jákvæðari þegar sjónum er beint að framförum á mörgum sviðum. Gott dæmi um það eru tölur um lífslíkur íbúa fátækra þjóða sunnan Sahara í Afríku, en þar vinnur Ísland m.a. að þróunarsamvinnu. Frá árinu 2000 hafa lífslíkur í þessum heimshluta aukist um ellefu ár; úr 53 árum í 64 ár. Stóri áhrifavaldurinn þar er hversu mikið hefur dregið úr ungbarnadauða. Í þeim efnum hefur Ísland látið til sín taka, en ungbarnaeftirlit og stuðningur við barnshafandi konur er eitt af áherslusviðunum í Malaví þar sem Ísland starfrækir tvíhliða þróunarsamvinnu. Nýlegar skoðanakannanir hérlendis sýna að vísu afgerandi stuðning landsmanna við þróunarsamvinnu, nú síðast í vor þegar fram kom að tæplega 80 prósent landsmanna telur mikilvægt að Íslandi veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð. Í sömu könnun kom fram víðtækur stuðningur við frjálsu félagasamtökin, en sex af hverjum tíu Íslendingum styðja starf þeirra með frjálsum framlögum. Utanríkisráðuneytið hefur treyst frjálsum félagasamtökum fyrir sífellt stærri hlut af íslensku þróunarfé og ráðstafaði á síðasta ári liðlega 218 milljónum til tólf félagasamtaka hérlendis. Verkefnin voru tuttugu talsins víðs vegar um heiminn og tengjast öll heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Gestur fundarins n.k. fimmtudag verður Jón Erling Jónasson skrifstofustjóri á skrifstofu þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu og mun hann leiða okkur frekar inn í þann heim sem þróunarsamvinna er.  Jón  er Reykvíkingur og fæddist 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1979,  BS- gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1983 og Cand.Scient í stofnvistfræði frá Óslóarháskóla 1987.  Jón Erlingur van við markaðs og þróunarmál í sjávaútvegi og var síðan  aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.  Hann hóf störf sem sendiráðunautur við utanríkisráðuneytið 1999.