Hvar liggja næstu skref í loftslagsmálum?

fimmtudagur, 21. nóvember 2019 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður

Framræst votlendi er skráð fyrir 66% af allri losun gróðurhúsalofttegunda Íslands, lítið er að gerast í þeim málum en þar liggja stærstu skrefin í loftslagsmálum Íslendinga. Í fyrirlestrinum mun verða sagt frá frá stofnun Votlendissjóðsins,  hvað Votlendissjóðurinn er, hvernig hann vinnur og hvað hefur áunnist.

Eyþór Eðvarðsson

Eyþór Eðvarðsson verður gestur okkar á þessum fundi og mun hann upplýsa okkur um hvaða verkefni bíða okkur á næstunni í loftslagsmálum.  Eyþór er stjórnarformaður Votlendissjóðsins sem vinnur að því að endurheimta votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og meðlimur í París 1,5, baráttuhópi um að standa við Parísarsamkomulagið.    

Eyþór er ættaður úr Súgandafirði á Vestfjörðum og er formaður í Fornminjafélagi Súgandafjarðar og hef mikinn áhuga á örnefnum, landnámsöldinni og sérstaklega fornleifum tengdum þeim tíma  Eyþór er menntaður í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam í Hollandi.  Starfaði hjá hollenska vinnuveitendasambandinu í 3 ár eftir nám og flutti til Íslands eftir það.  Er í dag annar tveggja eigenda Þekkingarmiðlunar og starfa þar sem þjálfari og ráðgjafi. Sinni þar margskonar fræðslu fyrir vinnustaði  eins og varðandi samskipti, stjórnun, breytingar, þjónustu, starfsanda, liðsheild, úttektir, krísur, vinnustaðaþingum og fjölmörgu öðru sem viðkemur árangri vinnustaða.