Er stríðið gegn vímuefnum tapað - Hvað er til ráða?

fimmtudagur, 28. nóvember 2019 07:00-08:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Skaðlegar afleiðingar vímuefna hafa lengi verið öllum ljósar en þrátt fyrir það sjá sumir bannstefnuna og aðför hennar sem meira vandamál en fíkniefnin. Glæpir, spilling og sjúkdómar eru áþreifanlegar afleiðingar notkunar vímuefna. Þrátt fyrir viðlög hefur ekki tekist að draga úr eða útrýma ólöglegri notkun þeirra. Undanfarin misseri hafa komið upp háværar raddir sem tala gegn bannstefnunni  og vilja frekar lögleiðingu eða afglæpavæðingu vímuefna. Þeir sem tala fyrir brottnámi bannstefnunnar telja með því sé hægt að draga úr  sjúkdómum, glæpum og mannlegri þjáningu.  Umræða um breytta nálgun gagnvart fíknivandanum eins skaðaminnkun hafa einnig verið mikið í umræðunni.  
Rafn M. Jónsson
Með því að beita heilbrigðiskerfinu gætu verið tækifæri til þess að draga úr þeim skaða sem neysla vímuefnia hefur í för með sér. 
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis verður gestur okkar. Rafn hefur víðtæka reynslu af vímuvörnum á Íslandi og þekkir einnig  vel til hvernig þessum málum er háttað í Evrópu og á heimsvísu. Það verður því fróðlegt heyra hvaða hugmyndir hann hefur um framtíðina í þessu efni.