Nú - nýsköpun til framtíðar - HEIMSÓKN

fimmtudagur, 5. desember 2019 07:00-08:00, Reykjavíkurvegur 50 Hf. (Þar sem Nóatún var)

Nú er grunnskóli fyrir 8-10 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum er nemendum veitt frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. NÚ vill skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.
Sigríður Kristjánsdóttir rekstrarstjóri og félagi okkar býður okkur til kynningar vð Reykjavíkurveg 50.  
Grunnskólinn Nú er á fjórða starfsári sínu. Haldið var erindi fyrir Rótarýklúbbinn Straum á fyrsta starfsári skólans. Ætlunin er á fimmtudaginn er að rifja upp sérstöðu Nú, kynna hvernig starfið hefur gengið um leið og gengið verður um húsnæðið.