Forsetaveisla

mánudagur, 30. desember 2019 18:00-20:00, Sjálfstæðissalurinn Norðurbakki 1 220 Hafnarfjörður
Hin árlega forsetaveisla verður haldin við Norðurbakka 1a mánudaginn 30. desember næstkomandi.
Veislan byrjar kl. 18.00 og stendur til kl. 20.00.

Boðið verður upp glæsilegar veitingar og skemmtiatriði að hætti klúbbsins.

Forseti óskar hér með eftir því að félagar sem hyggjast taka þátt í veislunni skrái sig og maka sína fyrir kl. 21.00 næstkomandi sunnudagskvöld 22. des. Vinsamlegast sendið skráningu á thorsconsult@gmail.com

Mætum og eigum góða stund í góðra vina hópi.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós,
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegismyrkur.
      (höf.ók).

Bestu jólakveðjur með ósk um gleði og frið á komandi ári.