Bæjarbíó skipar veglegan sess í sögu Hafnarfjarðar en bíóið var tekið í notkun í janúar 1945. Mjög var vandað til hönnunar bíósins á sínum tíma. Ekki aðeins er það eina kvikmyndahúsið frá miðri 20. öld sem varðveist hefur í upphaflegri mynd heldur er þar að finna innréttingu sem einn helsti frumherji í stétt íslenskra húsgagna- og innanhúsarkitekta átti þátt í að móta og útfæra. Árið 1970 var reglubundnum kvikmyndasýningum hætt í húsinu en Leikfélag Hafnarfjarðar fékk þar aðstöðu. Kvikmyndasafn Íslands tók við bíóinu árið 1997. Þá var ráðist í faglega endurgerð bíósalarins og hófust kvikmyndasýningar þar að nýju í desember 2001.
Jónatan Garðarsson, sem okkur er af góðu kunnur mun á fundi okkar næstkomandi fimmtudag segja okkur sögu þessa hús eins og honum einum er lagið. Það er örugglega margt sem á eftir að koma okkur á óvart. Það er því hægt að láta sig hlakka til næsta fundar.